Gildir frá 2. maí 2022

Persónuverndartilkynning

Þessi persónuverndartilkynning lýsir því hvernig persónuvernd þinni er háttað hjá Plugsurfing GmbH. Tilkynningin gildir þegar þú notar vörur okkar eða þjónustu eða hefur samskipti við okkur á annan hátt.

Við getum gefið þér viðbótarupplýsingar sem eiga sérstakleg við ákveðna vöru eða þjónustu, viðbætur eða aðrar tilkynningar sem þú kannt að sjá þegar þú notar vöru okkar eða þjónustu.

Hver er stjórnandi gagnanna?

Stjórnandi gagnanna er Plugsurfing GmbH, Weserstraße 175, 12045 Berlín, Þýskalandi (héreftir “Plugsurfing”).

Hvernig vinnur Plugsurfing úr persónuupplýsingum þínum?

Hvernig gögnum vinnur Plugsurfing úr?

Plugsurfing safnar og vinnur úr persónuupplýsingum sem eru nauðsynlegar fyrir sambandið sem þú átt við okkur og notkun gagnanna. Plugsurfing safnar persónuupplýsingum í eftrifarandi flokkum.

  • Leyfisupplýsingar – svo sem leyfi til markaðsetningar;
  • Upplýsingar um kjörstillingar – svo sem tegund samnings, samskiptatungumál; greiðsluaðferð; verðtegund;
  • Öryggisupplýsingar – svosem lykilorð og upplýsingar um öryggisatvik;
  • Tækniupplýsingar – svosem tæknigögn um neyslustaðsetningu viðskiptavinar;
  • Upplýsingar um viðskipti – svosem sundurliðaða reikninga;
  • Fjárhagsupplýsingar – svosem kreditkortanúmer og reikningsupplýsingar;
  • Auðkennandi upplýsingar – svosem nafn og númer RFID lykils
  • Upplýsingar um hegðun – svosem lýsingar á viðskiptavinum og aðrar upplýsingar sem fást af notkun þjónustu okkar og innskráningargögnum;
  • Samskipti – svosem svör þín við könnunum og önnur endurgjöf og samskipti þín við okkur;
  • Upplýsingar um notkun þína á þjónustu okkar – svosem raforkunotkun;
  • Upplýsingar um tölvu eða tæki – svosem IP addressu og kökur;
  • Samningsupplýsingar – svosem netfang; símanúmer; heimilisfang greiðanda; sendingarheimilisfang RFID lykla t.d.
  • Samningsupplýsingar – svosem greiðslutilhögun

Hvaðan er persónuupplýsingarnar fengnar?

Upplýsingarnar sem unnið er með koma frá þér við pöntun, þegar þú skráir þig í þjónustu okkar eða meðan á viðskiptasambandinu stendur. Við fáum einnig upplýsingar af notkun þinni á tækjum okkar og þjónustu. Plugsurfing kann einnig að vinna upplýsingar fengnar af eða ákvarðaðar út frá fengnum gögnum.

Þriðju aðilar, svosem markaðssetningar aðilar bílaframleiðendur, eigendur hleðslustöðva, þjónustuaðilar rafhreyfanleika og aðrir upplýingagjafar.

Fyrirtæki samstæðu, sem fá aðgang að gögnum af neðangreindum ástæðum.

Hver er tilgangur vinnslu persónu upplýsinga?

Við vinnum persónuupplýsingar eingöngu í fyrirfram ákveðnum tilgangi. Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga er:

  • Stjórnun viðskiptasambands (t.d. sending tilkynninga varðandi samninga, tilkynningar varðandi vörur og þjónustu, leiðbeiningar til viðskiptavinar)
  • Stjórnun samninga og vara
    Afhenda, stjórna og viðhalda þjónustu (t.d. stjórnun notendaskilmála, kanna og laga tæknivandamál)
  • Að bera kennsl á viðföng upplýsinga
  • Slit þjónustu
  • Geymsla kvittana og upplýsinga um viðskipti
  • Varðveisla samninga og reikninga
  • Afhending vöru og þjónustu, þar með talið stjórnun skilavöru
  • Meðferð kvartana og ágreinings, þar á meðal bótakrafna
  • Tilfærsla persónuupplýsinga ( þar með talið færslur og skil)
  • Lýsingar, niðurbrot og bein markaðssetning (til núverandi og tilvonandi viðskiptavina)
  • Sala og markaðssetning (þar á meðal skipulagsnámskeið)
  • Reikningagerð og innheimta skulda
  • Endurgreiðsla til viðskiptavina
  • Innri upplýsingagjöf
  • Gerð, sókn eða vörn lagalegra krafna
  • Upplýsingagjöf til samstarfsaðila
  • Þróun vöru og þjónustu, þar á meðal endurgjöf og kannanir
  • Viðskiptaánægjukannanir
  • Samskipti við birgja
  • Vörn gegn fjársvikum

Á hvaða lagagrundvelli byggir vinnsla persónuupplýsinga?

Til að geta unnið úr persónuupplýsingum þínum reiðum við okkur á mismunandi lagagrundvöll, þar á meðal:

  • Samþykki þitt Ef við reiðum okkur á samþykki þitt sem lagagrundvöll vinnslunnar getur þú dregið það til baka hvenær sem er;
  • Nauðsyn þess að koma á samningi við þig og þess að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar;
  • Nauðsyn þess að uppfylla lagaskyldur (til dæmis er okkur skylt að lögum að geyma ákveðin gögn í tilskilinn tíma) eða til að reifa, sækja eða verjast málum Plugsurfing fyrir dómi;
  • Nauðsyn þess sinna hlutverki okkar, þar á meðal:
    • Innri upplýsingagjöf
    • Upplýsingagjöf til samstarfsaðila
    • Þróun vöru og þjónustu, þar með talið endurgjöf og kannanir
    • Tilfærsla persónuupplýsinga ( þar með talið færslur og skil)
    • Kröfur um bætur
    • Lýsingar viðskiptavina og niðurbrot
    • Bein markaðssetnig til núverandi og tilvonandi viðskiptavina
    • Innheimta skulda
  • Nauðsyn þess að gæta mikilvægra hagsmuna einstaklings

Sjálfvirk ákvarðanataka

Við gætum tekið ákvarðanir er varða þig með sjálfvirkri ákvarðanatöku Svosem sjálvirkri rakningu mögulegra skulda þinna við Plugsurfing vegna fyrri ógreiddrar notkunar þjónustu okkar

Sjálfvirk ákvarðanatökuferli okkar geta haft áhrif á getu þína til að nota þjónustu okkar Við getum þurft að gera þetta vegna lagalegra skyldna okkar eða vegna þess að nauðsynlegt sé að stofna til samnings milli okkar eða fylgja eftir samningi Þetta þýðir að ef um útistandandi reikninga er að ræða gætum við fryst reikning þinn þar til greiðsla berst

Ef við höfum tekið ákvörðun er varðar þig með sjálfvirkri ákvarðanatöku (t.d. með sjálfvirki lýsingu) og það hefur áhrif á getu þína til að nota þjónustuna eða hefur önnur markverð áhrif á þig getur þú beðið um að slík ákvörðun eigi ekki við um þig nema við getum sýnt fram á að ákvörðunin sé nauðsynleg til að stofna til samnings milli okkar eða fylgja eftir samningi.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar?

Plugsurfing leitist við að takmarka þann tíma sem við geymum persónuupplýsingar eins og kostur er. Þannig vinnur Plugsurfing úr persónuupplýsingum aðeins að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta tilgangi vinnslunnar.

Nákvæmlega hversu lengi upplýsingarnar eru geymdar getur farið eftir eðli þeirra. Almennt eru persónuupplýsingar þínar geymdar á meðan viðskiptasambandinu stendur sem og þrjú (3) ár eftir að sambandinu lýkur. Hins vegar eru upplýsingar um færslur geymdar í að minnsta kosti tíu (10) ár að lögum. Plugsurfing endurskoðar reglulega þann tíma sem ákveðnar tegundir persónuupplýsinga eru geymdar. Þergar persónuupplýsingar eru ekki lengur nayðsynlegar mun Plugsurfing eyða þeim og afpersónugreina eins fljótt og auðið er.

Hver vinnur úr persónuupplýsingum þínum?

Mikilvægt er að við seljum ekki, gefum eða leigjum persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila. Fyrirtæki í sömu samsteypu geta unnið úr persónuupplýsingum samkvæmt gildandi persónuverndarlögum. persónuupplýsingar geta verið afhentar ákveðnum starfsmönnum eða samstarfsfólki sem leyfi hafa til að því marki sem nauðsynlegt er til vinnslu upplýsinganna. Upplýsingarnar verða aldrei afhentar öllum starfsmönnum, en aðeins þeim sem leyfi hafa til. Við notumst einnig við þriðju aðila við vinnslu upplýsinga til að hjálpa okkur við þróun, afhendingu og viðhald vöru okkar og þjónustu, og af öðrum ástæðum sem tilgreindar eru í þessari persónuverndartilkynningu. Þegar þriðju aðilar vinna úr persónuupplýsingum fyrir okkur tryggjum við alltaf með samningum að vinnsla persónuupplýsinga sé örugg og í samræmi við persónuverndarlög og bestu aðferðir.

Listi yfir flokka slíkra vinnsluaðila:

  • Þjónustuaðilar, svosem prentarar, uppsetningaraðilar, veitendur þjónustu við viðskiptavini
  • Samstarfsaðila sölu og markaðsstarfs
  • Innheimtuaðilar
  • Veitendur skýþjónustu
  • Framleiðendur hleðslutækja
  • Veitendur reikilausna
  • Veitendur og ráðgjafar tækniþjónustu (t.d. þróunaraðilar, hönnuðir og prófunaraðilar
  • Þjónustu og viðhaldsaðilar (t.d. HW viðgerðir og viðhald)
  • Veitendur skýlausna fyrir hleðslutæki
  • Veitendur reikningagerðar og innheimtu og bókhaldskerfa
  • Gagnageymsluaðilar (t.d. Amazon Web Services)
  • Veitendur vöruhúsaþjónustu
  • Veitendur hugbúnaðar og lausna (t.d fyrir hugbúnaðarþróun, viðskiptagreiningu, sölu, markaðssetningu, stýringu verkbeiðna, stýringu viðskiptasambanda, fjarfundi og samskipti)
  • Framkvæmdaaðilar svosem pósturinn og sendingaraðilar
  • Rannsóknarfyrirtæki (fyrir t.d. framkvæmd ánægjukannana viðskiptavina og kannanir varðandi þróun vöru og þjónustu)
  • Veitendur fjarskiptaþjónustu

Að auki geta persónuupplýsingar verið afhentar yfirvöldum þegar okkur er skylt að lögum að gera það að kröfu þar til bærra yfirvalda og í samræmi við gildandi persónuverndarlög.

Afhendir Plugsurfing persónuupplýsingar til annara landa?

Meginreglan er að Plugsurfing afhendir ekki persónuupplýsingar til landa utan Evrópusambandsins eða Evrópska Efnahagssambandsins. Hinsvegar, ef persónuupplýsingar eru afhentar út fyrir ESB eða EES notar Plugsurfing gera viðeigandi öryggisráðstafanir í samræmi við gildandi persónuverndarlög, svosem staðlaðar samningsgreinar frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Hvernig verndar Plugsurfing persónuupplýsingar?

Plugsurfing uppfyllir tæknilegar og kerfislegar kröfur sem tryggja að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við persónuverndarlög

Þessar kröfur eru meðal annars notkun kerfa sem stýr auðkennum og aðgangi til að tryggja að aðeins þeir sem leyfi hafa til fái aðgang að persónuupplýsingum, notkun eldveggja og IP síja, margfaldrar auðkenningar, dulnefna og dulkóðunar gagna, nákvæmra leiðbeininga og þjálfunar starfsfólks varðandi öryggi persónuupplýsinga og vel ígrundað val á þjónustuaðilum sem vinna úr persónuupplýsingum fyrir okkur.

Hvernig meðhöndlum við persónuupplýsingar frá IP addressum, kökum og sambærilegri tækni?

Kökur sem vefsíður nota

Þegar þú notar eða heimsækir vefsíður okkar getur Plugsurfing safnað gögnum um tæki þín með kökum og öðrum leiðum til rakningar.

Kökur eru lítil textaskjöl sem við notum til að þekkja og telja þá vafra og tæki sem heimsækja vefsíður okkar. Þessar upplýsingar geta svo verið notaðar til markaðsetningar af okkur eða þriðja aðila.

Notkun okkar á kökum er mismunandi eftir því hvaða vefsíður þú heimsækir. Þú getur fengið frekari upplýsingar varðandi hvaða kökur við notum á tiltekinni vefsíðu með því að lesa upplýsingar um kökur á þeirri vefsíðu.

Gögn um staðsetningu

Staðsetningargögn frá tækjum notanda geta verið notuð til að veita þjónustu byggða á staðsetningu tækisins ef notandinn hefur gefið skýrt samþykki til vinnslu staðsetningargagna.

Notandinn hefur rétt til að draga samþykki sitt til baka hvenær sem er með því að breyta stillingum í tæki sínu.

Með deilum við persónuupplýsingum þínum

Hver hefur aðgang að persónuupplýsingum þínum?

Þegar við á, getum við deilt persónuupplýsingum þínum með:

Fyrirtæki samsteypu

Fyrirtæki í samstæðu okkar geta notað persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem tilgreindur er í þessari tilkynningu, samkvæmt lögmætu hagsmunum og í samræmi við lög.

Samstarfsaðilar

Við veitum samstarfsaðilum okkar aðgang að persónuupplýsingum að svo miklu leyti sem heimilt er að lögum. Sem dæmi um slíkar aðstæður má nefna:

Hleðsluauðkenni þitt er notað ti að auðkenna þig á hleðslustöðvum þegar þú hleður bílinn þinn.

Hleðsluauðkenni þitt getur líka verið notað til reikningagerðar.

Samstarfsaðilar okkar, svo sem rekstaraðliar hleðslustöðva, þjónustuaðilar rafhreyfanleika, reikistöðvar, bílaframleiðendur, samstarfsaðilar varðandi auglýsingar á netinu og aðrir samstarfsaðilar okkar.

Samþykki, samningur eða beiðni

Við gætum deilt persónuupplýsingum þínum ef við höfum samþykki þitt til þess. Við kunnum einnig að deila persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila ef það er nauðsynlegt til að ypfylla skyldur okkar samkvæmt samningi eða til að framkvæma beiðni þína. Sem dæmi munum við afhenda póstinum eða flutningsaðilum heimilisfang þitt svo afhenda megi hleðslulykil eða hleðslukort sem þú hefur pantað.

Undiverktakar okkar

Við notumst við undirverktaka til að veita þjónustu. Slíkir undirverktakar geta fengið aðgang að persónuupplýsingum þínum og vinna þær fyrir okkur en þeim er ekki leyfilegt að nota gögnin í nokkrum öðrum tilgangi en greint er á um í samningi okkar um þjónustu. Við tryggjum með samningum að meðferð persónuupplýsinga þinna sé í samræmi við þessa tilkynningu. Dæmigerðir þjónustuaðilar sem meðhöndla persónuupplýsingar þínar er til að mynda samstarfsaðilar í þjónustu við viðskiptavini, greiðslum og reikningagerð og tæknilegir þjónustuaðilar hugbúnaðar aðstoðar.

Samrunar og yfirtökur

Ef við ákveðum að selja, sameina eða endurskipuleggja fyrirtæki okkar á annan hátt gæti það leitt til þess að við afhendum persónuupplýsingar til tilvonandi eða raunverulegra kaupennda og ráðgjafa þeirra.

Yfirvöld, málaferli og lög

Við munum afhenda gögn þín þar til bærra yfirvaldum, svo sem lögreglu, að svo miklu leyti sem lög krefjast. Við getum einnig upplýst um persónuupplýsingar þínar í tengslum við málaferli eða að beiðni yfirvalda á grundvelli viðeigandi laga eða dómsúrskurði í sambandi við dómsmál eða yfirvaldsákvörðun, eða að þess sé að öðru leyti krafist eða leyft að lögum.

Hver eru réttindi þín þegar kemur að persónuupplýsingum þínum?

Réttur til aðgangs

Þú hefur rétt til aðgangs að persónuupplýsingum þínum, sem þýðir að þú átt rétt á staðfestingu á því hvort persónuupplýsingar þínar eru unnar og, ef svo er, fá afrit af þeim upplýsingum sem unnar eru af Plugsurfing og frekari upplýsingar um vinnslu Plugsurfing.

Réttur til færslu gagna

Þú hefur rétt á færslu gagna, sem þýðir að þú átt, í vissum tilfellum, rétt á að fá persónuupplýsingar þína fluttar til annars stjórnanda.

Réttur til leiðréttingar

Þú átt rétt til að fá rangar upplýsingar um þig leiðréttar eða viðbætur gerðar við þær.

Réttur til eyðingar

Þá átt rétt á að gögnum um þig verði eytt, ef;

  • Gögnin eru ekki lengur nauðsynleg í þeim tilgangi sem þau eru unnin
  • Þú dregur samþykki þitt til baka og eftir það er ekki lagagrundvöllur fyrir vinnslu gagnanna hjá Plugsurfing
  • Vinnsla gagnanna hefur verið ólögleg
  • Vinnsla gagna þinna er ekki nauðsynleg til að uppfylla skilyrði laga til að ákvarða, fylgja eftir, eða verjast kröfum né fyrir geymslu, rannsóknir eða tölfræði

Réttur til að draga samþykki til baka

Ef þú hefur gefið sérstakt samþykki fyrir ákveðinni meðhöndlun hefur þú alltaf rétt til að draga samþykkið til baka.

Réttur til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga

Þegar vinnsla gagna er framkvæmd á grundvelli lögmætra hagsmuna Plugsurfing eða þriðja aðila hefur þú rétt til að andmæla, hvenær sem er, vinnslu persónuupplýsinga er varða þig. Nema Plugsurfing geti sýnt fram á brýna, lögmæta ástæðu fyrir vinnslunni skal Plugsurfing hætta vinnslu persónuupplýsinganna.

Réttur til að andmæla beinni markaðssetningu – Þú hefur rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsingar er þig varða í tilgangi beinnar markaðssetningar, hvenær sem er. Þá munum við hætta vinnslu persónuupplýsinga í þeim tilgangi.

Réttur til takmörkunar

Þú hefur rétt á að takmarka gögn þín meðan við rannsökum og könnum beiðni þína.

Réttur til að vera ekki viðfang sjálfvirkrar ákvörðunar

Ef við höfum tekið ákvörðun er varðar þig eingöngu byggt á sjálfvirku ferli og ákvörðunin hefur lagalegar afleiðingar eða önnur markverð áhrif á þig getur þú óskað eftir að farið verði yfir ákvörðunina á nýjum einstaklingsgrundvelli. Þetta á við ef við getum ekki sýnt fram á að sjálfvirk ákvörðun sé nauðsynleg til að fullnusta eða framkvæma samkomulag okkar á milli.

Til að beita þessum rétti, vinsamlega gerðu það með því að senda tölvupóst á eftirfarandi netfang: privacy@plugsurfing.com

Réttur til kvartana til eftirlitsaðila

Þú hefur rétt til að kvarta til gagnaeftirlitsaðila eða annars til þess bærs eftirlitsaðila ef þú telur vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum vera í bága við viðeigandi lög um gagnavernd.

Breytingar á persónuverndartilkynningu okkar

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndartilkynningu. Breytingar kunna að vera nauðsynlegar vegna þróunar þjónustu okkar eða, svo dæmi sé tekið, breytinga á viðeigandi lögum. Allar breytingar á persónuverndartilkynningu okkar verða birtar á vefsíðu okkar eða í gegnum farsíma app okkar Plugsurfing. Í vissum tilfellum kunnum við að velja að upplýsa einnig um þessar breytingar gegnum tölvupóst.

Hafa samband

Spurningar, athugasemdir og beiðnir varðandi þessa persónuverndartilkynningu skál senda með tölvupósti til privacy@plugsurfing.com eða með pósti til:

Plugsurfing GmbH
Privacy Co-ordinator
Weserstraße 175
12045 Berlin

Your current shadow instance is ""staging"". Exit