Plugsurfing

Uppsagnarstefna

Uppsögn reiknings

Þú hefur rétt á að segja upp reikningi þínum hvenær sem er (án þess að tilgreina ástæðu) með því að greina Plugsurfing frá ákvörðun þinni með skýrum hætti Í þessum tilgangi getur þú notað dæmi um uppsagnareyðublað sem er í viðhengi. Þér er ekki skylt að nota eyðublaðið. Ef þú vilt að unnið verði úr beiðni þinni strax mælir Plugsurfing með að þú hafir samband við notendaþjónustu okkar með notendaspjalli sem aðgengilegt er úr farsímaforritinu.

Eftir lokunina munt þú ekki lengur geta notað reikninginn þinn. Vinsamlegast taktu eftir að með uppsögninni verða allir hleðslulyklar sem tengjast reikningnum (ef einhverjir eru) verða gerðir óvirkir. Vinsamlega athugaðu að þú munt ekki geta bætt hleðslulykli við annan reikning sem þú átt eða kannt að stofna í framtíðinni. Ef þú ákveður að stofna nýjan reikning og vilt ennþá hafa aðgang að hleðslustöðvum sem aðgengilegar eru með auðkenningu með hleðslulykli munt þú þurfa að panta nýjan hleðslulykil.

Uppsögn reiknings segir einnig sjálfkrafa upp öllum virkum áskriftum.

Vinsamlega athugaðu að uppsögn reiknings hefur ekki áhrif á skyldu þína til að greiða fyrir allar hleðslur sem framkvæmdar voru fyrir uppsögnina.

 

Afpöntun hleðslulykla

Þú hefur rétt á að afpanta hleðslulykla án þess að tilgreina ástæðu innan fjórtán (14) daga frá þeim degi sem þú eða þriðji aðili tilnefndur af þér, sem ekki er flutningsaðilinn, veitti lyklunum viðtöku.

Til að nýta rétt þinn þarft þú að greina Plugsurfing frá ákvörðun þinni með skýrum hætti. Í þessum tilgangi getur þú notað dæmi um uppsagnareyðublað sem er í viðhengi. Þér er ekki skylt að nota eyðublaðið. Afpöntun þín er gild ef hún er framkvæmd innan uppsagnarfrestsins sem getið er að ofan. Ef þú vilt að unnið verði úr beiðni þinni strax mælir Plugsurfing með að þú hafir samband við notendaþjónustu okkar með notendaspjalli sem aðgengilegt er úr farsímaforritinu.

Ef þú afpantar hleðslulykla mun Plugsurfing endurgreiða þér allar greiðslur sem borist hafa frá þér að meðtöldum flutningskostnaði ( fyrir utan viðbótarkostnað sem hlotist hefur af vali þínu á flutningskosti sem er dýrari en ódýrasti flutningskostur sem við bjóðum) eins fljótt og auðið er og ekki síðar en innan fjártán (14) daga frá því að Plugsurfingtók við afpöntun þinni. Til endurgreiðslu mun Plugsurfing nota sömu greiðsluaðferð og þú notaðir við upphaflegu pöntunina, nema þú hafir samþykkt annað. Þú munt aldrei þurfa að greiða nein gjöld fyrir þessa endurgreiðslu.

Plugsurfing hefur rétt til að neita endurgreiðslu þar til Plugsurfing fær afhenta alla hleðslulykla og önnur gögn sem Plugsurfing senti eða þú hefur sýnt fram á að þú hafir endursent hleðslulykla og önnur gögn, hvort sem kemur á undan. Þú þarft að afhenda Plugsurfing hleðslulykilinn og önnur gögn sem Plugsurfing senti eins fljótt og auðið er og eigi síðar en fjórtán (14) dögum frá því þú tilkynntir Plugsurfing um afpöntun. Mætt er tímamörkum ef þú endursendir hleðslulykla og önnur gögn sem Plugsurfing senti innan ofangreinds tímaramma. Þú skalt bera beinan kostnað af endursendingu hleðslulykla og annara gagna sem pl senti.

 

Uppsögn keyptra áskrifta

Til að segja upp áskrift hefur þú tvo möguleika:

1. Innan fjórtán (14) daga frá því gengið er frá kaupum

2. Eftir fjórtán (14) daga samkvæmt uppsagnarreglum viðeigandi áskriftar

Í báðum tilfellum getur þú sagt upp án þess að tilgreina ástæðu.

Til að nýta rétt þinn þarft þú að greina Plugsurfing frá ákvörðun þinni með skýrum hætti. Þér til auðveldunar getur þú sagt upp áskriftinnibeint í gegnum farsímaforritið eða á vefsíðunni eða með því að hafa samband við notendaþjónustu okkar í gegnum netspjall sem aðgengilegt er í farsímaforritinu. Þú getur einnig notað dæmi um uppsagnareyðublað sem er í viðhengi. Þér er ekki skylt að nota eyðublaðið.

Ef þú segir upp innan fyrstu fjórtán (14) daganna færð þú fullt verð áskriftarinnar endurgreitt og áskriftinni verður lokað samstundis. Plugsurfing mun endurgreiða þér eins fljótt og auðið er og ekki síðar en innan fjártán (14) daga frá því að Plugsurfingtók við afpöntun þinni. Til endurgreiðslu mun Plugsurfing nota sömu greiðsluaðferð og þú notaðir við upphaflegu pöntunina, nema þú hafir samþykkt annað.

Ef þú segir upp eftir fjórtán (14) dagana sem getið er munu uppsagnarreglur áskriftarinnar gilda og áskriftin verður ekki endurnýjuð eftir áskriftartímabilið. Áreiðanlegar upplýsingar um nákvæm tímamörk uppsagnar áskriftar eru aðgengilegar á notendareikningi þínum.

 

Dæmi um uppsagnareyðublað

(Fyllið út og sendið þetta eyðublað ef óskað er uppsagnar samnings):

https://support.plugsurfing.com/hc/en-us/requests/new

 

Til:

Plugsurfing GmbH

Weserstraße 175

12045 Berlin

Germany

 

Ég/Við (*) (*) tilkynni/um (*) hér með að ég/við segjum upp samningi mínum/okkar (*) er viðkemur eftirfarandi þjónustu eða pöntunarþjónustu (*):

Pantað þann (*)/móttekið þann (*):
Nafn neytanda/neytenda:
Netfang neytanda/neytenda:
Undirskrift neytanda/neytenda (aðeins ef form þetta er afhent á pappír)
Dagsetning:

(*) Eyðist eftir þörfum

Your current shadow instance is ""staging"". Exit